Banaslysum fækkar eða jafnvel útrýmt ef umferðarumhverfið verður bætt.

Áður en við getum útrýmt banaslysum í umferðinni þarf að bæta umferðarmannvirki mikið.  Slysin verða þegar varnir í umferðinni vantar.  Berum saman Keflavíkurveg þar sem ekki hefur orðið banaslys síðan hann var tvöfaldaður og Suðurlandsveg þar sem banaslys teljast í tugum síðustu árin vegna þess betrumbætur á honum hafa verið hunsaðar af yfirvöldum.
mbl.is Banaslysum í umferðinni verði útrýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekki alveg svona einfalt. Manvirkin verða auðvitað að vera í lagi enn ökukensla,refsingar,virk öflug gæsla og vel og rétt skoðaðir bílar verða líka að vera í lagi og fólk þarf svo að spenna beltin og kunna að aka eftir aðstæðum!

óli (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: Morten Lange

Tek undir með Óla.  Og að aka eftir aðstæðum felur líka í sér að maður þarf að búast við að aðrir séu á ferli á götum og vegum heldur en þeir sem aka bíla.  Jafnvel börn sem geta birst skyndilega. 

Við ökum allt of hratt miðað við aðstæður. Umferðaröryggi kostar. Ekki bara peninga heldur þarf meðvitund og að taka því aðeins rólegra þegar er farið á milli staða með tonn af stáli í kring um sig. En margs konar fjárfesting í umferðaröryggi mun borga sér upp margfallt.

Morten Lange, 20.2.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband